Grænt kort í prentútgáfu

Náttúran.is hefur gefið út Grænt kort/Green Map IS í prentútgáfu en kortið er afrakstur áralangrar vinnu við rannsóknir og gagnasöfnun um stofnanir, félög, verkefni, þjónustu- og framleiðslufyrirtæki sem og náttúrfyrirbæri sem falla undir flokkunarkerfi Green Map®System.

Green Map®System er alþjóðlegt kerfi sem byggir á myndtáknum og viðmiðum sem gilda á heimsvísu en græn kort hafa verið þróuð í yfir 60 löndum.

Á íslenska kortinu eru um 1.200 aðilar og fyrirbæri í 77 flokkum, önnur hlið sýnir allt Ísland en hin Reykjavík og nágrenni. Kortið er bæði á íslensku og ensku.

Í tilkynningu frá Náttúran.is segir að í dag koma helmingi fleiri ferðamenn til landsins en íbúar landsins telja. Búist er við að sú tala muni tvöfaldist á næstu misserum.

„Eitt mikilvægasta verkefni dagsins í dag hlítur því að vera að undirbúa komu erlendra ferðamanna með það í huga að beina þeim inn á grænni brautir í heimsókn sinni og tryggja öryggi þeirra. Ágangur ferðamanna á viðkvæm svæði er nú þegar stórt vandamál sem að allir verða að taka á áður en að það verður óyfirstíganlegt. Markmið okkar er að gera bæði erlenda ferðamenn og okkur íslendinga meðvitaðari um; viðkæmi ósnortins lands, umgengni og val á áfangastöðum og val á þjónustufyrirtækjum og vörurframboði í takt við náttúruna,“ segir í tilkynningu Náttúran.is.

Náttúran.is er íslenskt hönnunar- og tækniþróunarfyrirtæki með aðsetur í Breiðahvammi í Ölfusi. Fyrirtækið hvetur á marga vegu til sjálfbærrar þróunar en það rekur óháðan miðil Náttúran.is sem rannsakar, vinnur úr og veitir upplýsingar um málefni sem snerta umhverfi, náttúru, náttúruvernd, heilsu og neyslu.

Á Náttúran.is má finna nýja vefútgáfu af Græna kortinu með 155 flokkum en Græna kortið í app-útgáfu fer í dreifingu á næstunni.

Fyrri greinIðunn sigraði í nemakeppninni
Næsta greinKúabændur funda í Þingborg