Já, það er rétt, það stendur til að byggja nýtt fjós hér og sameina núverandi fjós og fjósið í Skáldabúðum í nýtt og glæsilegt fjós.
Við getum vonandi byrjað í sumar ef allt gengur upp,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þegar hann var spurður hvort hann væri að fara að byggja risa fjós.
Hann vildi ekki láta mikið hafa eftir sér vegna málsins en staðfesti þó að fjósið yrði stálgrindarhús frá Landstólpa, þrjú til fjögur þúsund fermetrar að stærð og fyrir 150 til 200 kýr. Þá verða að minnsta kosti fjórir róbótar í fjósinu.