JÁVERK skoðar nú möguleikana á því að hefja byggingu á eittþúsund fermetra verslunarhúsnæði á lóð sem fyrirtækið á við Larsenstræti á Selfossi.
„Já, við erum að skoða það mjög alvarlega og ég er nánast viss um að við förum út í þessa byggingarframkvæmd en hvenær það verður nákvæmlega get ég ekki sagt til um. Við finnum að það er mikil eftirspurn eftir slíku húsnæði á Selfossi,“ sagði Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERKS, í samtali við Sunnlenska.
Um er að ræða landskika gegnt verslunum Bónus og Hagkaupa. „Verkefnið er spennandi og við verðum ekki lengi að byggja þegar við byrjum,“ bætir Gylfi við.