Gröfutækni ehf bauð lægst í lagningu á ljósleiðara í Hrunamannahreppi, á vegum Hrunaljóss. Tilboðið hljóðaði upp á rúmar 147,8 milljónir króna.
Í verkið bárust þrjú tilboð en hin tvö voru frá Þjótanda rúmar 173,2 milljónir króna og frá Árna ehf tæpar 197,6 milljónir króna.
Sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að ganga til samninga við Gröfutækni ehf. Á sama fundi var samþykkt að taka lán hjá Lánasjóð sveitarfélaga fyrir Hrunaljós vegna ljósleiðaralagningarinnar. Lánsupphæðin er allt að 300 milljónir króna með lokagjaldaga árið 2034.