Sá skemmtilegi atburður átti sér stað á JÁVERK-vellinum á Selfossi í kvöld að feðgar dæmdu leik Árborgar og Skínanda í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Þarna voru á ferðinni Selfyssingarnir Sveinbjörn Másson og synir hans, Karel Fannar og Adam Örn.
Sveinbjörn var aðstoðardómari, Adam var á hliðarlínunni á móti honum og inni á vellinum sá Karel um dómgæsluna.
Líklega er þetta í fyrsta skipti sem feðgar dæma opinberan leik í meistaraflokki á Íslandi.
Lokatölur urðu þær að Árborg fór með sigur af hólmi, 4-0.