Selfoss og Mílan mættust í kvöld í stórleik 17. umferðar 1. deildar karla í handbolta. Selfoss vann næsta auðveldan sigur á þessum erfiða útivelli, 22-34.
Jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar en svo tóku Selfyssingar leikinn í sínar hendur. Um miðjan fyrri hálfleikinn var munurinn fjögur mörk en Selfoss leiddi í leikhléi, 11-18.
Í síðari hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og Mílumenn gerðu sig ekki líklega til þess að koma til baka, eins og þeir hafa verið þekktir fyrir.
Magnús Öder Einarsson var markahæstur hjá Mílunni með 6 mörk og Egidijus Mikalonis skoraði 5. Sigurður Már Guðmundsson skoraði 3 mörk, Sævar Ingi Eiðsson og Hákon Öder Einarsson 2 og þeir Einar Sindri Ólafsson, Ingvi Tryggvason, Jóhannes Snær Eiríksson og Gunnar Ingi Jónsson skoruðu allir 1 mark.
Ástgeir Sigmarsson varði 7 skot í marki Mílunnar og Sverrir Andrésson 3.
Hjá Selfyssingum voru Teitur Örn Einarsson og Andri Már Sveinsson markahæstir með 9 mörk, Guðjón Ágústsson skoraði 5, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 4, Atli Kristinsson 3 og þeir Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson, Sverrir Pálsson og Þórir Ólafsson skoruðu allir 1 mark.
Helgi Hlynsson varði 14 skot í marki Selfoss og Birkir Fannar Bragason 3.
Selfoss hefur nú 28 stig í 2. sæti deildarinnar en Fjölnir er í 3. sæti með 26 stig og á leik til góða gegn HK. Mílan er í 5. sæti með 13 stig.