Perla besti varnarmaðurinn

Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss, var valinn besti varnarmaður Ragnarsmóts kvenna í handbolta sem lauk í Vallaskóla á Selfossi í gærkvöldi.

Framarar sigruðu á mótinu en Fram vann alla sína leiki, þar á meðal Val 32-29 í lokaumferðinni í gær. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst hjá Fram með 8 mörk en Diana Satkauskaite skoraði 10 fyrir Val.

Selfoss tapaði stórt gegn ÍBV í lokaumferð mótsins. Lokatölur urðu 15-37 eftir að ÍBV hafði leitt 9-20 í hálfleik.

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 4 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 3, Katrín Erla Kjartansdóttir og Elva Rún Óskarsdóttir 2 og þær Kristrún Steinþórsdóttir, Agnes Sigurðardóttir, Íris Bjarklind Magnúsdóttir og Katla Björg ómarsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Í mótslok voru eftirtaldar viðurkenningar veittar:
Besti varnarmaður:
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss.
Besti sóknarmaður: Diana Satkauskaite, Valur.
Besti markmaður: Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram.
Markahæsti leikmaður: Diana Satkauskaite, Valur.
Besti leikmaður mótsins: Sandra Erlingsdóttir, ÍBV.


Fram sigraði á Ragnarsmótinu. Ljósmynd/Aðsend

Fyrri greinStór þrjú stig í Keflavík
Næsta greinÞremenningar í villum við Landmannalaugar