Selfyssingar höfðu sigur á ÍR í lokaleik Ragnarsmóts karla í handbolta í dag, 37-29, og tryggðu sér þar með sigur á mótinu.
Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga með 11 mörk, Hergeir Grímsson, Teitur Örn Einarsson og Einar Sverrisson skoruðu allir 7 mörk, Alexander Egan 3, Sverrir Pálsson 2 og Atli Ævar Ingólfsson 1.
Í hinum leik dagsins sigraði HK Fjölni 31-28. Ingi Rafn Róbertsson var markahæstur hjá HK með 5 mörk en Gísli Gíslason skoraði 8 fyrir Fjölni.
Í mótslok voru veitt einstaklingsverðlaun og þar var Teitur Örn Einarsson verðlaunaður sem markahæsti maður mótsins. Mesta athygli vakti hins vegar að Haukur Þrastarson, sem er aðeins 16 ára, var kosinn besti leikmaður mótsins.
Einstaklingsverðlaun:
Besti varnarmaður: Kristján Ottó Hjálmarsson HK
Besti sóknarmaður: Björgvin Hólmgeirsson ÍR
Besti markmaður: Óðinn Sigurðsson ÍR
Markahæsti leikmaður: Teitur Örn Einarsson Selfoss
Besti leikmaður mótsins: Haukur Þrastarson Selfoss