Magdalena Anna Reimus, leikmaður Selfoss, var valin leikmaður ársins í 1. deild kvenna í knattspyrnu af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar. Selfoss á fjóra leikmenn í liði ársins.
Í kvöld var lið ársins í 1. deild kvenna opinberað en Fótbolti.net fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins.
Magdalena er uppalin hjá Hetti en gekk til liðs við Selfoss fyrir sumarið 2015. Hún hefur síðan verið í stóru hlutverki hjá liðinu og félög úr efstu deild renndu til hennar hýru auga eftir að Selfoss féll úr Pepsi-deildinni síðastliðið haust. Magdalena hélt trausti við liðið sitt og átti frábært tímabil í 1. deildinni, spilaði alla 18 leiki Selfoss og skoraði í þeim 10 mörk.
Auk Magdalenu era í liði ársins þær Anna María Friðgeirsdóttir, Alexis C. Rossi og Kristrún Rut Antonsdóttir.