Selfoss tapaði 21-24 þegar liðið tók á móti Fjölni í síðasta heimaleik sínum í Olísdeild kvenna í handbolta í vetur.
Fjölnir náði fljótlega frumkvæðinu í leiknum og um miðjan fyrri hálfleikinn breyttu gestirnir stöðunni úr 5-6 í 6-10 á stuttum kafla. Selfoss átti lokaorðið í fyrri hálfleik og minnkaði muninn í 11-13.
Í seinni hálfleik náði Fjölnir mest fimm marka forskoti, 15-20, en Selfoss minnkaði muninn í 21-22 þegar sjö mínútur voru ekki. Nær komust Selfyssingar ekki og Fjölnir skoraði síðustu tvö mörk leiksins.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 7, Hulda Dís Þrastardóttir og Arna Kristín Einarsdóttir 2 og Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2/2. Perla Ruth og Harpa voru sterkari í vörninni en Perla var með þrettán brotin fríköst og Harpa níu.
Viviann Petersen átti góðan leik í marki Selfoss, varði 15/2 skot og var með 38% markvörslu.
Selfoss er með 9 stig í 6. sæti deildarinnar og mætir Stjörnunni á útivelli í lokaumferðinni næstkomandi laugardag.