Valur tekur við FSu

Valur Ingimundarson hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá körfuboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, ásamt því að sjá um þjálfaramál hjá yngri flokkum liðsins.

Valur tekur við starfinu 1. júní og mun keyra á milli Reykjanesbæjar þar sem hann býr og Selfoss til að sinna nýja starfinu. Hann þjálfaði síðast í Njarðvík. Lið FSu spilaði í úrvalsdeild í vetur en féll niður í 1. deild undir stjórn Rob Newson.

Þetta kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi.

Þetta er reyndar ekki eina breytingin hjá FSu því félagið skipti um nafn nýverið. Gamla nafnið, Íþróttafélag FSu, hefur verið lagt niður og heitir félagið nú Körfuknattleiksfélag FSu.

Fyrri greinFótaböð, brauðbakstur og eggjasuða í Hveragerði
Næsta greinSamfundir Lýðháskóla Skálholts