Valur Ingimundarson hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá körfuboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, ásamt því að sjá um þjálfaramál hjá yngri flokkum liðsins.
Valur tekur við starfinu 1. júní og mun keyra á milli Reykjanesbæjar þar sem hann býr og Selfoss til að sinna nýja starfinu. Hann þjálfaði síðast í Njarðvík. Lið FSu spilaði í úrvalsdeild í vetur en féll niður í 1. deild undir stjórn Rob Newson.
Þetta kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi.
Þetta er reyndar ekki eina breytingin hjá FSu því félagið skipti um nafn nýverið. Gamla nafnið, Íþróttafélag FSu, hefur verið lagt niður og heitir félagið nú Körfuknattleiksfélag FSu.