Senn fer að líða að kosningum og öll framboð komin á fullt skrið í sinni kosningarbaráttu.
Ég sé mig því knúinn til þess að skrifa þessa grein til stuðnings góðum félaga, Sveins Ægis Birgissonar.
Sveinn Ægir er tvítugur og þar með yngstur allra frambjóðenda sem gefið hafa kost á sér í sveitastjórnarkosningunum 26. maí í Árborg. Hann situr í 6. sæti D – listans og á því möguleika á því að fá sæti í bæjarstjórn hljóti hann brautgengi. Sveinn Ægir er heilsteyptur, sjálfstæður, hjálpsamur og alltaf tilbúinn í þau verkefni sem fyrir hann eru lögð. Hann hefur setið í Ungmennaráði Árbogar sl. 3 ár og skilað góðu stafi þar, hann sat í nemendaráði Fsu og starfaði þar sem gjaldkeri ásamt því að vera varaformaður málfundafélagsins, hann er meðlimur í ungmennaráði UMFÍ, hann hefur gengt störfum sem formaður hverfisráðs Selfoss ásamt því að vera áheyrnarfulltrúi í skipulags- og byggingarnefnd fyrir hönd ungmennaráðs, hann situr í stjórn Hersis – félag ungra sjálfstæðismanna í Árnessýslu. Þar að auki er hann virkur meðlimur hjá Björgunarfálagi Árborgar. Ég þarf varla að greina sérstaklega frá því í þessari grein að Sveinn Ægir hefur brennandi áhuga á samfélagsmálum, ferill hans innan félagssamtaka og ungmennaráða staðfesta það.
Það er afskaplega mikilvægt að rödd ungs fólks sé tryggð inn í bæjarstjórn, Árborg er ungt sveitafélag með marga möguleika á borðinu, sveitafélagið stækkar dag frá degi og er þetta því gullið tækifæri fyrir ungt fólk að hafa áhrif á samfélagið. Þess vegna tel ég mjög mikilvægt að Sveini Ægir verði gefið umboð kjósenda til þess að sitja í bæjarstjórn og hafa þannig bein áhrif á störf hennar í þágu íbúa Árborgar.
Merktu x – við D á kjördag!
Þorkell I. Sigurðsson, formaður Hersis – félag ungra sjálfstæðismanna í Árnessýslu.