Ég er Árborgari, ég er fædd og uppalin á Selfossi, vann fjögur sumur í fiski á Eyrarbakka og fór á rúntinn á Stokkseyri var í bekk í Gaggó með krökkum úr Sandvík.
Í Fjölbrautaskóla Suðurlands kynntist ég svo enn fleiri Sunnlendingum. Ég tel mig vera forréttindamanneskju að hafa fengið að kynnast mikið af ólíku fólki þegar ég var að alast upp í Árborg.
Ég skilgreini mig ekki út frá því hvar ég bý, heldur hvernig mér og mínum líður. Er gott að búa í Árborg? Eru börnin mín örugg? Líður þeim vel í skólanum fá þau tækifæri á við aðra til að stunda tómstundir? Geta þau ferðast um sveitarfélagið að vild? Þekkja þau nágrenni sitt og nágranna í næstu sveitarfélögum?
Get ég gert ráð fyrir því að fólkið mitt fái þjónustu við hæfi í þegar það eldist?
Hvað segjum við þegar við tölum um sveitarfélagið okkar? Vitum við hvaða verðmæti eru fólgin í umhverfi okkar? Áin, fjaran, fuglalífið, söfnin, fólkið? Hvað sameinar okkur?
Getum við gert betur?
Hvað finnst þér?
Horfum til framtíðar – hvernig viljum við að Árborg verði eftir 20 ár – 40 ár – 50 ár?
Það er gott að búa í Árborg, það skiptir máli fyrir okkur öll. Hvað getum við gert til að gera enn betur?
Skilningur er leið til góðra ákvarðana og sátta. Gífuryrði og hleypidómar sem og alls kyns misskilningur hindrar framfarir og lausnir. Við hlustum meira en við tölum.
Endilega kynnið ykkur stefnumál Bjartrar framtíðar í Árborg á Facebook eða á heimasíðunni okkar.
Langferðabíllinn okkar (ekki rúta) verður á rúntinum um helgar fram að kosningum. Kíkið á okkur í spjall og kaffisopa. X-Æ í maí!
Guðfinna Gunnarsdóttir,
skipar 6. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Árborg.