Hannes Friðriks: Væntingarvísitalan skrúfuð í botn

Aðdragandi kosninga nú og yfirstandandi kosningabarátta hefur verið hefur að mörgu leyti verið óvenjuleg.

Fyrstu kosningar eftir hrun efnahagaskerfisins hafa að miklu leyti einnkennst af yfirboðum þeirra flokka er undanfarin ár hafa myndað stjórnarandstöðu . Allt stefnir í að helmingarskiptaflokkar Sjálfstæðis og Framsókn muni fara með völd hér á landi næstu fjörgur ár, án þess þó að þeir hafi nokkuð til umræðunnar að leggja annað en sömu vonir og væntingar er áður orsökuðu hrun efnahagskerfisins með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúa og fyrirtæki þessa lands. Væntingarvísitalan hefur verið skrúfuð í botn.

Það hefur vakið athygli að báðir þessir flokkar boða lausnir sem þeir vita að orka tvímælis. Framsóknarmenn vita að til að standa straum af skuldbindingum ríkisjóðs munu hinar boðuðu skattalækkanir Sjálfstæðismanna geta stefnt velferðarkerfinu í mikla i hættu. Sjálfstæðismenn hafa sagt að lausn Framsóknar sé í besta falli „fugl í skógi „. Enginn neitar þó þeirri staðreynd að þeir samningsmöguleikar sem ríkinu eru opnir nú eru tilkomnir sökum lagasetningar þar sem sjáfstæðismenn sátu hjá og framsóknarmenn voru á móti , en fóru í gegn sökum einarðarar afstöðu ríkistjórnar er taldi sér skylt að verja hagsmuni þjóðarinnar fyrst og fremst.

Bannorð þessarar kosningabaráttu er umræðan um fortíðina, hvert við vorum komin þegar hrunið varð. Það hefur líka verið bannað að tala um framtíðina, hvert við viljum fara er við höfum unnið okkur út úr afleiðingum hrunsins. Helmingaskiptaflokkarnir hafa fyrst og fremst viljað halda sig við loforðaflaum sem þeir telja að nú sé hægt að gefa sökum þeirra verka er unnin hafa verið undanfarin fjögur ár. Þeir hafa enn ekki skilið hvernig ástandið var né heldur hvernig við unnum okkur út úr stöðunni sem þá var.

Það er skiljanlegt að ólga ríki í æðum fólks eftir fjögur erfið ár. Það er líka skiljanlegt að reiðin beinist að þeim flokkum er völdust til þess að endurrreisa landið. Aðrir voru ekki til staðar þegar á þurfti að halda og láta nú eins og þeir hafi hvergi nærri komið. Það er þó illskiljanlegt þegar auðséð er að tekið er að birta til og árangurinn er að koma í ljós að fólk skuli flykkjast til stuðnings við flokka og stefnur sem hreint ekki hafa sýnt fram á að lausnir þeirra virki í átt til endureisnar og jöfnuðar í samfélaginu. Að við látum glepjast af loforðum sem við vitum að erfitt verður að efna. Skuldirnar okkar munu ekki lækka næstkomandi sunnudag, og skattarnir ekki heldur hjá öllum meginþorra launafólks.

Samfylkingin hefur valið meðvitað að taka ekki þátt í þessum loforðakappleik. Staða ríkisins býður þrátt fyrri góðan árangur ekki upp á það að lofa öllu fyrir alla. Áfram þarf að forgangsraða. Hugsjónin um jöfnuð og velferð öllum til handa mun ekki víkja fyrir stundarhagsmunum sem í besta falli litlu mun skila og þá fáum að loknu loforðakapphlaupi helmingaskiptaflokkanna.

Breyting á samfélagi sem allt frá lýðveldistofnun hefur byggst á verndun sérhagsmuna tekur meira en eitt kjörtímabil. Sé það vilji kjósenda að breyta því fyrirkomulagi er ríkt hefur er áhrifaríkasti kosturinn að greiða atkvæði sitt þeim flokki er einn flokka hefur skýra framtíðarsýn launafólki og atvinnuvegum landsins til handa. Kjósið XS í kosningunum laugardaginn 27.apríl og skapið mótvægi við frjálshyggu helmingaskiptaflokkanna sem engu mun eyra í von sinni um atkvæði þitt.

Með bestu kveðju,
Hannes Friðriksson
9. sæti á lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi

Fyrri greinHlupu frá Laugarvatni til Reykjavíkur
Næsta grein40 milljónir til uppbyggingar Þjórsárvera