Haustfrí fjölskyldunnar… við mælum með Suðurlandi!

Ljósmynd/Aðsend

Hefur fjölskyldan skellt sér saman í hellaferð eða á kajak? Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu. Úr mörgu er að velja í afþreyingu hvort sem það er gönguferð um skóga eða svartar fjörur, hestaferð með heimafólki, fræðsla í gróðurhúsi, jöklaferðir eða heimsókn í sundlaugar á svæðinu. Söfnin eru fjölmörg og víða áhugaverðar sýningar í boði fyrir alla fjölskylduna. Suðurland er einstakur áfangastaður og hefur í raun og veru allt sem Ísland hefur upp á að bjóða, svo sem fossa, fjöll, jökla, eyðisanda, jarðhitann og hraunið. Á Suðurlandi er gott aðgengi, stutt í náttúruperlur og ótrúlega margt í boði á litlu svæði, allt frá hálendi niður að sjó.

Suðurland er sannarlega ekki síður fyrir Íslendinga en erlenda ferðamenn. Með því að ferðast um heimabyggð styrkjum við þjónustu og afþreyingu sem er í boði á okkar svæði og stuðlum að því að sú þjónusta verði áfram í boði bæði fyrir heimamenn og gesti. Jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar birtast m.a. á Suðurlandi með því að núna er hægt að fara á fjölda framúrskarandi veitinga- og kaffihúsa, upplifa fjölbreytta afþreyingu og auðvelt er að finna gistingu fyrir alla fjölskylduna s.s. íbúðir, gistihús, bændagistingu, hótel o.fl.. Með tilkomu ferðamanna til landsins er orðin möguleiki fyrir fyrirtæki að reka þessa þjónustu allt árið um kring. Heimamenn njóta síðan góðs af og er kjörið tækifæri að nýta sér þjónustuna í haust- og vetrarfríum og njóta upplifunar í heimabyggð.

Til þess að tryggja að upplifun af ferðinni sé sem allra best er gott að skipuleggja ferðalagið vel þegar ferðast er að hausti til eða vetri hvort sem hugað er að gistingu, veitingum eða afþreyingu. Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í haustfríinu, dagana 17-29. október og 13.-18. nóvember. Nánari upplýsingar um tilboðin og hugmyndir að því sem fjölskyldan getur gert og notið saman á Suðurlandi er á heimasíðu Markaðsstofu Suðurlands, south.is

Allar nánari upplýsingar má finna á viðburðadagatali south.is

Aðsend grein frá Markaðsstofu Suðurlands
Fyrri greinGestir fá að spreyta sig á þukli
Næsta greinSætur eins marks sigur á ÍBV