Menningarnefnd Svf. Árborgar býður til næsta menningarkvölds í Árborg fimmtudaginn 13. október kl. 20 á Hótel Selfoss.
Kvöldið er til heiðurs þeim fjölmörgu Dönum sem fluttust á Selfoss á árunum 1930 – 1940 og afkomendum þeirra.
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en Þorsteinn Másson, sagnfræðingur og Árni Valdimarsson munu segja sögur og fara yfir áhrif Dananna á Selfoss. Ólafur Bachmann og Helgi Hermannsson flytja nokkur lög eftir Kim Larsen og hjónin Vignir Þór Stefánsson og Guðlaug Ólafsdóttir flytja lög með dönsku ívafi. Marteinn Sigurgeirsson sýnir síðan viðtöl tekin við Dani sem bjuggu á Selfossi.
Heiðursgestir á kvöldinu eru Henry og Inger Jakobsen en kynnir er Þóra Grétarsdóttir. Frítt er inn og eru íbúar hvattir til að mæta en MS á Selfossi styrkir danska menningarkvöldið.
Næstu menningarkvöld eru síðan 120 ára afmæli Ölfusárbrúar og 150 ára afmæli Hannesar Hafsteins sem haldið verður 18. október kl. 20 í Tryggvaskála og síðan föstudaginn 21. október kl. 20 verður talið niður í októberfest á Gónhól á Eyrarbakka. Nánari upplýsingar um viðburði eru á www.arborg.is.
Menningarnefnd Sv. Árborgar