Þegar mér bauðst tækifæri til að taka sæti á lista Bjartrar framtíðar til sveitarstjórnakosninga í vor var ég þakklát og stolt.
Fyrir manneskju sem hefur lítið sem ekkert haft af stjórnmálum að segja var þetta ansi merkilegt skref. Stjórnmál höfðu í mínum huga oft virst ansi flókin og leiðinleg, en það sem heillaði mig þegar ég fór að taka þátt og hitta fólkið sem á sæti með mér á lista er þessi einlægi ásetningur um að gera sitt besta.
Engin loforð eru gefin,við höfum ekki öll svörin en við erum full af vilja til að gera okkar besta í samvinnu við aðra og förum ekki fram á annað en tækifæri til að leggja okkar hugmyndir á borðið.
Og þær eru frábærar, við sjáum fyrir okkur samfélag þar sem allir í sveitarfélaginu fá tækifæri til að móta það samfélag sem við viljum búa í. Sveitarfélag sem er í stakk búið að hugsa til framtíðar varðandi menntun íbúanna allt frá leikskóla upp í háskóla. Sveitarfélag sem tekur vel á móti ferðamönnum og síðast en ekki síst sveitarfélag sem gott er að búa í.
Í sveitarfélaginu eru ótal margir möguleikar og það eina sem vantar er frumkvæði og vilji með smá “dassi” af velvilja stjórnsýslunnar.
Við getum gert betur í að styðja við ferðamennsku á svæðinu, þar er svo margt hægt að gera!
Fjaran við Eyrabakka og Stokkseyri er stórkostlega vannýtt sem aðlaðandi svæði fyrir ferðamenn og ótal mörg önnur tækifæri á sviði ferðamennsku má finna víða um sveitarfélagið sem bara bíða eftir að verða uppgötvuð og nýtt.
Ég er spennt, því framtíðin er björt og er bara handan við hornið!
X- Æ í maí!
Júlía Björnsdóttir skipar 10.sæti á lista Bjartrar framtíðar í Árborg.