Um langan aldur hefur mjög skort á efnahagslegan stöðugleika hér á landi.
E.t.v. verður þjóðaratkvæðagreiðsla í lokum aðildarviðræðna við ESB langþráð og þýðingarmikið skref til úrbóta í þeim efnum. Því munu þau stjórnmálaöfl sem bregða vilja fæti fyrir að þjóðin fái þetta tækifæri axla býsna þunga ábyrgð.
Miklar sviptingar eru nú almennt í íslensku stjórnmálalífi. Selfossbúar hafa átt ágætan fulltrúa á Alþingi undanfarin ár, Björgvin G. Sigurðsson. Hann hefur ungur kynnst harðari pólitískri áraun en flestir aðrir alþingismenn og augljóslega vaxið af þeirri reynslu.
Ég vil leggja mitt litla lóð á vogarskálarnar til þess að við missum ekki þennan eina þingmann okkar Selfossbúa út af þingi og skora á aðra að gera slíkt hið sama. X – S á laugardaginn.
Óli Þ. Guðbjartsson