Óskar Reykdals: Inflúensan komin á Selfoss

Á hverju ári gengur inflúensa hér á landi og oftast mest frá desember og fram í mars. Stundum eru faraldrar alvarlegir eins og spánska veikin 1918.

Í Bandaríkjunum einum saman deyja að því talið er margir tugir manns á dag yfir veturinn úr venjulegri inflúensu. Því er mikilvægt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Besta forvörnin er bólusetning en einnig er mikilvægt að greina á milli inflúensu og annarra veirusýkinga. Fyrsta tilfelli Inflúensu þessa árs greindist á Selfossi í vikunni og því eru eftirfarandi upplýsingar gagnlegar fyrir okkur að rifja upp.

Fólk sem fær Inflúensu verður skyndilega bráðveikt með háan hita, mikla beinverki og höfuðverk. Oft fylgir mikil veikindatilfinning, hrollur.
Notast má við eftirfarandi viðmið

Inflúensa
1. Hár hiti
2. Beinverkir
3. Höfuðverkur
4. Veikindatilfinning mikil
5. Hrollur
6. Hósti sjaldan vandamál

Aðrar veirusýkingar
1. ekki eins hár hiti
2. ekki beinverkir
3. lítill höfuðverkur
4. ekki eins mikil veikindatilfinning
5. Sjaldan hrollur
6. Hósti og kvef algengt

Almennt er inflúensan viðráðanleg og meðferð er að meðhöndla einkenni svo sem verki og hita, fara vel með sig og drekka vel. Sérhæfð meðferð er sjaldan gefin nema að um einstaklinga með skert ónæmiskerfi eða viðkvæmir fyrir.

Óskar Reykdalsson
sóttvarnarlæknir Suðurlands

Fyrri greinAtvinnuleysi minnkar um fjórðung milli ára
Næsta greinÍ gæsluvarðhald til 15. nóvember