Charles de Gaulle er talinn einn merkasti maður Frakklands. Neitaði að gefast upp fyrir Hitler, leiddi andspyrnu Frakka í síðari heimstyrjöldinni og leiðtogi útlagastjórnarinnar. Var falið að endurskrifa stjórnarskrá Frakklands. Forseti Frakklands í áratug.
De Gaulle átti þrjú börn og þótti fjölskyldufaðrinn frekar fámáll og sinnulaus gagnvart fjölskyldu sinni. En allt var öðruvísi þegar kom að yngstu dótturinni Anne. Með henni var hann annar maður, söng, dansaði og fór í leiki. Það eru sögur af því þegar þau feðgin fóru í sínar reglulegu gönguferðir, gengu hönd í hönd um þorpið og spjölluðu saman.
De Gaulle, fór gegn hinni ríkjandi skoðun og yfirvöldum, neitaði að gefast upp. Barðist á móti þegar Nasistar sóttu fötluð börn og börn með Downs heilkenni og myrtu í nafni þess að hreinsa mannkynið. Hann sameinaði þjóðina í andspyrnu gegn Nasismanum.
Ævisöguritari De Gaulle, Jean Lacpunture hafði eftir forsetinum fyrrverandi; Án Anne hefði ég væntanlega aldrei getað afrekað það sem ég afrekaði. Hún gaf mér hjartað og innblásturinn sem ég þurfti.
Anne de Gaulle, fæddist í janúar 1928 og lést úr hvítblæði aðeins tvítug í febrúar 1948. Hún var jörðuð í kirkjugarðinum í Colombey.
Þann 2.2 ágúst árið 1962 var De Gaulle sýnt banatilræði. De Gaulle sagði frá því síðar að byssukúlan hefði stöðvaðist í ramma ljósmyndar sem hann hafði ávallt með sér hvert sem hann fór. Þennan örlagaríka dag var myndin aftan við hann í bílnum. Myndin í rammanum, hún var af Önnu dóttur hans.
Þann 9. nóvember árið 1970 lést Charles De Gaulle. Hann hafði þá lagt fyrir skýr fyrirmæli um að hann vildi enga ráðherra eða önnur fyrirmenni í jarðarför sinni sem og hvar hann vildi hvíla.
Þessi umdeildi og merki maður var því jarðsunginn við fámenna athöfn í Colombey á meðan helstu þjóðarleiðtogar heimsins voru viðstaddir minningaratöfn um hann í Notra-Dame dómkirkjunni í París ásamt hundruðum þúsunda Frakka sem syrgðu fyrrum forseta sinn á götum úti. Minningarathöfn / Jarðarför De Gaulle er fjölmennasta athöfn sinnar tegundar í sögu Frakklands.
Kirkjuklukkurnar í Notra-Dame dómkirkjunni í París slógu og frá fyrsta hljóm hljómuðu allar kirkjuklukkur Frakklands.
Undir klukknahljóm létu átta ungir menn kistu De Gaulle síga niður í látlausa gröf sem var við hlið hans heitt elskuðu dóttur Önnu í Colombey.
Báðar grafskriftir eins, aðeins nafn, fæðingar- og dánardagur.
Hann var þjóðhetja Frakka, hún var með Downs heilkenni og hetjan hans.
Guðmundur Ármann
Greinin er rituð í tilefni af alþjóðadegi einstaklinga með Downs. Höfundur er faðir einstaklings með Downs.