Nú standa yfir kosningar um aðgerðir vegna kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Lítið hefur þokast í samkomulagsátt og því hafa sextán félög Starfsgreinasambandsins boðað aðgerðir til að þrýsta á atvinnurekendur að setjast niður við samningaborðið.
Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir og mikil vinna er lögð í að koma réttum skilaboðum á framfæri við félagsmenn.
Félagar og trúnaðarmenn Bárunnar hafa ekki legið á liði sínu og mæta til starfa dag eftir dag við ýmislegt sem huga þarf að við aðstæður sem þessar.
Meðal annars hafa nokkrir félagsmenn gert nokkur myndbönd til að breiða út boðskapinn og leggja með því félaginu ómetanlegan stuðning. Kvikmyndatökumaður er Aron Örn Reynisson og leikkona er hin stórkostlega Helga Sigríður Flosadóttir og hinn mikilúðlegi söngvari og dekkjaforkur Hermann Ingi Magnússon.
Myndböndin fjall á kaldhæðinn en næman hátt um hin íslenska raunveruleika láglaunamannsins.
Myndböndin má sjá hér:
Helstu kröfur þessara sextán félaga er um 300 þúsund króna lágmarkslaun og krónutöluhækkun á öll laun sem greidd eru eftir samningum SGS og SA á almennum vinnumarkaði.
Til glöggvunar er rétt að taka fram að atkvæðagreiðslan nær aðeins til félaga sem taka kjör eftir almenna kjarasamningum og hótel og veitingahúsa samning.
Undanskyldir eru starfsmenn sem starfa eftir:
Kjarasamningi Bárunnar og fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs (starfsmenn ríkisstofnana)
Kjarasamningi Bárunnar og Launanefndar sveitarfélaga (starfsmenn sveitarfélaga)
Kjarasamningi Bárunnar og Bændasamtakanna (landbúnaðarverkamenn)
Kjarasamningi Bárunnar og Landssambands smábátaeigenda
Kjarasamningi Bárunnar og Landsvirkjunar
Kjarasamningi Bárunnar og Sólheima ses
Kjarasamningi Bárunnar og Kumbaravogs