Þrátt fyrir að margvísleg vandamál steðji að Íslandi um þessi misseri þá hefur umræðan aldrei verið á þá leið að stjórnaskrá Íslands sé um að kenna.
Stjórnarskrá Íslands er góð og hefur staðist tímans tönn vel, þessu má ekki gleyma. Hættan er að í samfélagi sem iðar af samfélagsbreytingum, reiði og fjármála erfiðleikum verði stjórnarskránni breytt með hugarfari sem á e.t.v. ekki fyllilega við til lengri tíma.
Ég bíð mig fram til stjórnlagaþings á þeim grundvelli að standa vörð um góða stjórnarskrá. Stjórnarskrá skal í grunnin vernda fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar og vera það plagg sem réttarkerfi okkar og réttindi eru byggð á. Smávægilegar lagfæringar og áherslubreytingar mætti skoða og gera með yfirveguðum huga og mun frambjóðandi helst beita sér fyrir eftirfarandi:
Að:
• Góðum ákvæðum stjórnarskrárinnar og grundvallargildum sé ekki breytt í flýti eða reiði.
• Stjórnarskráin sé skýr og auðskilin og gefur ekki rými til mistúlkunar.
• Hlutverk forseta sé skýrt og ótvírætt.
• Ríkisstjórn séu sett valdmörk til að tryggja réttindi borgaranna.
• Ríkisstjórnin er fyrir þjóðina en ekki öfugt.
• Stjórn Íslendinga á eigin málum sé tryggð með sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.
• Stjórnskipanin verður að tryggja réttaröryggi og stöðugleika við meðferð ríkisvalds og pólitíska kerfið á Íslandi verður að endurspegla vilja þjóðarinnar.
• Stuðlað sé að sátt um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar með sjálfbæra og arðbæra nýtingu að leiðarljósi.
Ég vona það innilega kjósandi góður að þú íhugir að kjósa mig til stjórnlagaþings. Viljir þú kynna þér, mig betur, þá bendi ég á heimasíðu sem ég setti upp fyrir framboðið á vefslóðinni www.tryggvihjalta.is
Takk fyrir
Virðingarfyllst
Tryggvi Hjaltason 7638