Umhverfisvernd

Mikil umræða hefur verið um umhverfisvernd undanfarið enda afar þörf umræða. Við þurfum öll að byrja hjá okkur sjálfum, þá gerist þetta nokkuð hratt.

Ég bý ein í litlu yfir 100 ára gömlu húsi á Eyrarbakka. Bærinn, eða hið opinbera í Árborg, hefur fært mér fjórar mjög stórar gegnumheilar plasttunnur fyrir framan húsið, mitt með ærnum tilkostnaði fyrir mig. Það hefur einhver fengið feit umboðslaun fyrir allt þetta plast!

Mínar tunnur eru meira og minna tómar og fjúka því út í verður og vind og finnast stundum ekki í langan tíma ef einhvern tíma. Ég barðist gegn bréftunnunni vegna þess að ég safna öllu og fer með í blaða og plastgáma. En nei, ég sat uppi með það gímald.

Þegar plasttunnann kom, jafn rosa stór, sá ég að þetta gekk ekki lengur, þannig að ég hafði samband við bæjarstjórann. En nei, það kom ekki til greina að ég slyppi við tunnuna. En er ekki hægt að fá litla tunnu? NEI ekki hægt, borgaðu fyrir þessa tunnu og losun úr henni þrátt fyrir að hún sé alltaf tóm.

Ég spyr hverjir eru aðal umhverfissóðarnir í þessu tilfelli? Stjórn Árborgar sem tekur arfaslaka ákvörðun fyrir íbúa sveitafélagsins án umræðu eða hvað fólk hefur um þetta að segja.

Það er mjög skynsamlegt að gera þarfakynningu þannig að þörf á tunnum komi í ljós. Ekki þvinga þær upp á fólk sem hefur ekkert við þær að gera og þarf að borga feitt fyrir hvert ár í fasteignagjöld sem voru súper há í ár enda ekki furða með þessa vanhæfu stjórn. Það þarf að reka sveitafélag vel með þarfir íbúana að leiðarljósi.

Nei, þegar hið opinbera, kerfið, er farið vinna markvisst gegn haga almennings er eitthvað mikið að. Við þjóðin erum hið opinbera og kerfið á að vinna fyrir okkur en ekki öfugt.

Rósa Marta Guðnadóttir
Eyrarbakka

Fyrri greinHrossaveisla og skemmtikvöld í Hvítahúsinu
Næsta grein„Ekki bara falleg föt heldur líka skemmtileg“