Fyrsta vöfflukaffi Framsóknar í Árborg haustið 2024 var laugardaginn 21. september sl. í Framsóknarsalnum við Eyraveg á Selfossi.
Sérstakur gestur var Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, einn af þremur alþingismönnum Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Mikill sómi er af þessu félagsstarfi Framsóknar – sem eru vöfflukaffin – hver eiga langa og virðingarverða sögu í mannlífi Suðurlands.
Fyrir þetta bragðgóða félagsstarf er þakkað með þessum línum.
Björn Ingi Bjarnason, Eyrarbakka
Forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.