Þjóðhátíðarupphitun í Hvíta húsinu

Á laugardaginn ætlar Made in Sveitin að hita upp fyrir Þjóðhátíð í Vestamannaeyjum í Hvíta húsinu á Selfossi.

Sérstakur gestur þetta kvöld verður enginn annar en Einar Ágúst. Hann þekkir hátíðina vel en hann söng Þjóðhátíðarlagið árið 2003, Draumur um Þjóðhátíð, ásamt Gunnari Ólasyni.

Þetta er í sjötta skiptið sem Hvíta húsinu efnir til Þjóðhátíðarupphitunar og hingað til hafa þær verið vel sóttar, enda Sunnlendingar tíðir gestir á hátíðinni sem hefst 1. ágúst nk.

Hreimur Örn og félagar hans í Made in Sveitin eru gríðarlega reyndir þegar kemur að því að skemmta á hátíðinni. Hreimur hefur samið og sungið fimm Þjóðhátíðarlög, þar á meðal Lífið er yndislegt.

Glaðningur verður fyrir þá gesti sem mæta í Hvíta húsinu fyrir klukkan 1. Þeir gestir fara í pott og einn mun vinna miða á hátíðina.


Fyrri greinMalbikað á Selfossi
Næsta greinHengill Ultra á laugardag