Tríóið Margrét Rún Símonardóttir, Iðunn Rúnarsdóttir og Bergþóra Rúnarsdóttir frá Selfossi sigruðu í söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands sem fram fór í Iðu í kvöld.
Kvöldið var glæsilegt og troðfullur salur fylgdist með sannkölluðum tónlistarsirkus þar sem ellefu atriði kepptu um sigurlaunin. Margrét og tvíburasysturnar Iðunn og Bergþóra fluttu lagið Enrique Iglesias-lagið Tonight (I’m Lovin’ You).
Í 2. sæti varð Fríða Hansen frá Leirubakka og í 3. sæti Elísa Dagmar Björgvinsdóttir frá Selfossi. Heiðrún Huld Jónsdóttir frá Hvolsvelli fékk verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna.
Sigurvegararnir verða fulltrúar FSu í Söngkeppni framhaldsskólanna síðar í vetur.