Karitas Harpa, sem sigraði Voice Ísland í vetur, heldur áfram að senda frá sér nýja tónlist. Nýjasta lagið verður frumflutt á útvarpsstöðvunum á föstudaginn en það vann hún með Daða Frey.
Í vor sendi Karitas Harpa frá sér lagið Sæla sem var samstarfsverkefni hennar, Sölku Sólar og Arnars Freys úr Úlfur Úlfur en Karitas er fundvís á flotta samstarfsaðila. Í vor heimsótti hún gamlan skólafélagi og vin úr Fjölbrautarskóla Suðurlands út til Berlínar en það er engin annar er Daði Freyr Pétursson, sá mikli snillingur. Daði Freyr varð „heimsfrægur“ á Íslandi á einni nóttu í Eurovision í vetur þannig að þarna leiða saman hesta sína tvö nýstirni ef svo mætti að orði komast.
Öðruvísi lag um óörugga stúlku og sætan gaur
Það má alveg segja að hér kveði við nýjan tón hjá Karitas, lagið heitir Enn eitt kvöld, ljúfsár og raunsæ lýsing stúlku sem er úti á lífinu og sér sætan strák. Lagið, þó Daði Freyr syngji ekki í því, er mjög í takt við það sem hann hefur verið að gera. Þungur flottur danstaktur með miklum elektró skreytingum.
„Við höfum þekkst lengi og það var algjör snilld að prófa og kýla á þetta. Ég flaug bara út til Berlínar og við unnum saman í nokkra daga. Við sömdum í raun nokkur lög en þetta var það sem kláraðist fyrst og við erum að fíla það sjúklega vel,“ segir Karitas Harpa.
Lagið verður frumflutt á íslenskum útvarpstöðvum á föstudaginn.