Bjartmar og Bergrisarnir í Hvíta

Vetrartónleikaröð Hvítahússins árið 2011 hefst í kvöld en þá munu Bjartmar og Bergrisarnir ríða á vaðið.

Bjartmar hóf að gefa út tónlist á níunda áratug 20. aldar. Flestir Íslendingar þekkja gömlu lögin hans, t.d. „Týnda kynslóðin“, „Fimmtán ára á föstu“ og „Sumarliði er fullur“. Bjartmar hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir að fyrsta plata hans ásamt Bergrisunum, Skrýtin Veröld, kom út í fyrra. Lög af plötunni hafa notið mikilla vinsælda og má þar nefna „Í gallann Allan“, „Velkomin á bísann“ og „Negril“.

Bergrisana skipa margir af fremstu ungu rokkhundum landsins: Júlíus Guðmundsson bassaleikari, Birkir Rafn Gíslason gítarleikari, Egill Örn Rafnsson trommari og Halldór Warén hljómborðsleikari.

Húsið opnar kl. 22 og hefst gamanið kl. 23:00 og kostar 1500 kr. íslenskar inn.

Fyrri greinSumartónleikar tilnefndir til Eyrarrósarinnar 2011
Næsta greinTafðist vegna flutnings ráðuneytisins