Í kvöld verða stórtónleikar í Hvítahúsinu á Selfossi með Björgvini Halldórssyni og hljómsveit Jóns Ólafssonar. Sérstakir gestir eru Karlakór Selfoss.
Tónleikarnir eru hluti af vetrartónleikaröð Hvítahússins og var blásið til þessa einstöku tónleika í tilefni af Vori í Árborg.
Vinsælasti söngvari Íslandssögunnar verður gestur Jóns Ólafssonar og hljómsveitar. Þeir spjalla um feril Björgvins, lögin og margt fleira auk þess að þreifa á perlunum og smellunum.
Húsið opnar kl. 21 tónleikarnir hefjast kl. 22:00
Miðasala er í fullum gangi Gallerí Ózone miðaverð kr. 2.900.-