Breytt dagsetning á Byggðarhornsfjöri

Laugardagskvöldið 27. október verður sannkallað Byggðarhornsfjör í Hvítahúsinu á Selfossi í samstarfi við menningarmánuðinn október í Sveitarfélaginu Árborg.

Fjölskyldan frá Byggðarhorni hefur fyrir löngu sungið sig inn í hug og hjörtu Sunnlendinga og ætlar að hittast með gestum og gangandi. Boðið verður upp á söng og gleði allt kvöldið þar sem kynslóðirnar hittast og hafa gaman auk þess sem slegið verður upp fjöldasöng, ekki er hægt að útiloka að dans verði stigin.

Fram koma Hjördís Geirs, Úlla og Dísa, Hljómsveit Gissurar Geirs, Hera Björk auk fjölda annarra. Húsið opnar kl. 20 og hefst fjörið kl. 21. Aðgangur er ókeypis.

Athygli er vakin á breyttri dagsetningu. Upphaflega stóð til að halda viðburðinn á sunnudag en hann hefur nú verið færður fram um eitt kvöld og verður á laugardagskvöld.

Fyrri greinFriðað land tekur vel við sér
Næsta greinVörubíll valt í Kömbunum