Dikta í Hvíta í kvöld

Vetrartónleikaröð Hvítahússins lýkur í kvöld þegar vinsælasta hljómsveit landsins, Dikta, stígur á stokk.

Að loknum tónleikunum tekur við útskriftarball með Stuðlabandinu fram á nótt. Húsið opnar kl. 23 og aldurstakmark er 18 ár.

„Það er búin að vera löng bið og mikil eftirvænting hjá okkur í Hvítahúsinu með að fá loksins snillingana í Dikta í hús og ekki skemmir það að fá snillingarna í Stuðlabandinu til þess að taka við sjóðheitum kyndlinum strax á eftir tónleikunum,” sagði Einar Björnsson, veitingamaður á Hvítahúsinu, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinPub-quiz spil á leiðinni
Næsta greinSmíðandi ehf. ekki skaðabótaskylt