Dirrindí í Félagslundi í kvöld

Hljómsveitin Dirrindí heldur tónleika í Félagslundi í Gaulbæjarhreppi í kvöld, laugardagskvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21, en húsið opnar hálftíma fyrr.

Sagan hljómsveitarinnar nær aftur til ársins 1995, en hún var stofnuð af Jónasi Má Hreggviðssyni og Guðmundi Þór Jóhannessyni.

Dirrindí leikur bæði hrynfast karlrembuskotið rokk og léttleikandi gleðitóna sem nefnast einu nafni Flóarokk.

Meðlimir Dirrindí eru Jónas Már Hreggviðsson, Guðmundur Þór Jóhannesson, Sigurður Óli Kristinsson, Ingólfur Arnar Þorvaldsson og Daníel Snorrason; allir nátengdir Hraungerðishreppi hinum forna.

Fyrri greinSveitasynir á Forsetabarnum í kvöld
Næsta greinEkki að sjá að neitt sleppi frá minkabúunum