Dúndurfréttir hefja tónleikaröð Hvítahússins

Hljómsveitin Dúndurfréttir mun opna vetrartónleikaröð Hvítahússins þennan veturinn með tónleikum á föstudagskvöld, 3. september.

Hljómsveitin leikur lög hljómsveita á borð við Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep og fleiri.

Síðast þegar hljómsveitin spilaði í Hvítahúsinu komust færri að en vildu og ekki er búist við minni látum í þetta skiptið. Það er því mikilvægt fyrir fólk að tryggja sér miða, en húsið opnar kl. 21:30.

Aðrir listamenn sem munu koma fram á vetrartónleikaröðinni í vetur eru Sting Tribute, Toto tribute, Pearl Jam tribute, Fjalla­bræður, Þursaflokkurinn, Dikta og Ljótu hálfvitarnir svo eitthvað sé nefnt.

Fólki er bent á að fylgjast með á Suðurland FM 96,3 í næstu viku til að reyna að næla sér í miða og fyrir nánari upplýsingar.

Fyrri greinSelfyssingar læsi bílum sínum
Næsta greinÚrslitastund hjá Árborg í kvöld