Hljómsveitin Oxford frá Selfossi spilar á Útlaganum á Flúðum á laugardaginn, en þetta er í fyrsta skipti í tæp tvö ár sem hljómsveitin kemur saman.
Í ár eru tíu ár síðan hljómsveitin, sem var mjög virk á árunum 2004 til 2007, var stofnuð á Selfossi. Að þessu tilefni ætla strákarnir að spila á alvöru sveitaballi á ný uppgerðum Útlaga.
Á laugardaginn kemur hópurinn saman sem hefur skipað sveitina síðan árið 2004. Það eru Magnús Kjartan, sögnvari og gítarleikari, Viktor Ingi, bassaleikari, Haraldur Bachmann, trommari, og Vignir Egill, gítarleikari.
Húsið opnar um kl. 23 og stígur sveitin á stokk upp úr miðnætti.