Forsölukvöld fyrir Selfossþorrablót

Nú styttist í ellefta Selfossþorrablótið sem fram fer laugardaginn 21. janúar í íþróttahúsinu á Selfossi.

Meðal skemmtiatriða er hljómsveitin Dans á Rósum frá Vestmannaeyjum, hljómsveitin Rófustappa, Stefán Hilmarsson, Daníel Haukur, bæjarbragur Sigurgeirs Hilmars og Magnús Þór Sigmundsson.

Veislustjóri verður Valdimar Bragason og heiðursgestir að þessu sinni koma úr atvinnulífi liðinna áratuga á Selfossi og Suðurlandi en þeir eru Páll Árnason og Benedikta Guðnadóttir, Sigfús Kristinsson og Sólveig Þórðardóttir, Einar Elíasson og Sigurður Guðmundsson.

Veisluföngin eru frá Eldhúsi sælkerans líkt og þrjú undanfarin ár.

Forsala er hafin á Rakarastofu Björns og Kjartans og verður sérstakt forsölukvölukvöld á morgun föstudaginn 6. janúar kl. 17-20 í Miðgarði á Selfossi þar sem boðið er glimrandi forsölutilboð á miðanum á þorrablótið. Gestum og gangandi eru boðnar veitingar í tilefni dagsins.

Fyrri greinÁrborg eignast mögulega menningarsalinn
Næsta greinEva Lind íþróttamaður Ölfuss