„Förum í sumarfrí“ – Myndband

Þrjár ungar stúlkur úr Grunnskólanum í Hveragerði hafa gefið út skemmtilegt nýtt lag, Förum í sumarfrí, sem vafalaust á eftir að óma á öldum ljósvakans í sumars enda er hér kominn léttur og skemmtilegur sumarsmellur.

Það er tríóið Míó-tríó sem flytur lagið en það skipa þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir og systurnar Gunnhildur Fríða og Hrafnhildur Birna Hallgrímsdætur. Þær tóku í vetur þátt í Samfés með góðum árangri og í kjölfarið hafa þær komið fram á ýmsum viðburðum og gefa nú í fyrsta sinn út frumsamið lag í samstarfi við föður þeirra systra, Hallgrím Óskarsson.

Myndbandið er hið glæsilegasta enda tekið á ýmsum fallegum stöðum í og við Hveragerði. Það má sjá hér fyrir neðan.

Fyrri greinÞremur bjargað úr Ölfusá
Næsta grein„Allt að verða klárt“