FSu áfram í Söngkeppninni

Atriði Fjölbrautaskóla Suðurlands í Söngkeppni framhaldsskólanna komst áfram í úrslit eftir SMS-kosningu sem staðið hefur síðustu vikur.

Tólf skólar keppa til úrslita en Söngkeppnin verður haldin í Reykjavík næstkomandi laugardagskvöld og verður hún í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

Það er Gunnlaugur Bjarnason sem keppir fyrir hönd FSu ásamt fríðum flokki tónlistarfólks úr skólanum. Þau flytja GusGus lagið Within you.

Sunnlendingar munu þó eiga fleiri fulltrúa á sviðinu í Vodafone höllinni á laugardagskvöld því að minnsta kosti þrír sunnlenskir söngmenn eru í kór Tækniskólans sem komst einnig í úrslit.

Fyrri greinSex keppendur á NM
Næsta greinSólheimaleikhúsið frumsýnir Kardimommubæinn