Fullorðinsball á gamla Hótel Hveragerði

Hljómlistarfélag Hveragerðis blæs til fullorðinsballs eins og þau voru í gamladaga á Hótel Hveragerði í kvöld.

Tónlistarmenn frá bestu áratugum síðustu aldar troða upp, stanslaust stuð og húllum hæ – eingöngu leikin tónlist frá síðustu öld!

Húsið opnar kl. 23:00, miðaverð er kr. 1500 og rennur allur ágóði af miðaverði til góðgerðamála. 30 ára aldurstakmark er á ballið, skilríkja krafist við inngang.

Hljómsveitin Formalín leikur fyrir dansi ásamt valinkunnum gestum.

Dansleikurinn er haldin í samvinnu við foreldraráð Golfklúbbs Hveragerðis.

Fyrri greinSene tryggði sigurinn í lokin
Næsta greinValdimar Thorlacius sýnir í bókasafninu