Gamlar myndir úr Garðyrkjuskólanum

Steinn Kárason hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lag sitt og texta „Tímamótaljóð“.

Lagið er að finna á geislaplötunni Steinn úr djúpinu sem kom út í fyrra.

Garðyrkjunemum 1971-1974, starfsfólki Garðyrkjuskólans, Skagfirðingum og fleiru góðu fólki, auk flytjanda bregður fyrir á ljósmyndum á þessu nýja myndbandi.

Margar myndanna eru frá löngu liðnum tíma, þær elstu voru teknar fyrir meira en fimmtíu árum. Þar má m.a. sjá börn og fullorðna skemmta sér við komu jólasveina á jólaball Kvenfélags Sauðárkróks um 1960.

Myndbandið er hér að neðan en á myndunum úr Garðyrkjuskólanum má meðal annars sjá Svein Sæland, Björn Bjarndal, Kjartan Ólafsson, Hannes Jóhannsson og Hólmfríði Ingólfsdóttur, ásamt mörgum fleirum.

Fyrri greinÓk inn í hrossastóð
Næsta greinNettó opnar á Selfossi