Guggurnar á Rósenberg í kvöld

Mögnuð hljómsveit skaftfellskra kvenna, Guggunar, stígur á stokk á Rósenberg við Klapparstíg í kvöld, föstudagskvöld.

Þær kalla sig Guggurnar en hljómsveitin er skipuð þeim Helgu Vilborgu Sigjónsdóttur bassa, Ernu Gísladóttur trommur, Jónínu Einarsdóttur píanó og hljómborð, Þórgunni Torfadóttur gítar, Guðrúnu Femu Ólafsdóttur söngur saxafónn og klarinett og Ragnheiði Sigjónsdóttir sem er aðalaðalsöngkona bandsins,

Gestagítarspilari er Súsanna Torfadóttir og gestasöngkonur eru Snæfriður Svavarsdóttir, Guðbjörg Garðarsdóttir, Nína Sybil Birgisdóttir, Hafdís Hauksdóttir, Margrét Einarsdóttir og Hildur Þórsdóttir.

Áætlað er þetta sé upphafið á Evróputúr þeirra, þannig að það verður stórkostleg upplifun að verða vitni að upphafinu.

Fyrri greinÞjóðleikur á Stokkseyri um helgina
Næsta grein25 milljónir í vallarrekstur á árinu