Hálfvitarnir halda tvenna tónleika á Flúðum

Ljótu hálfvitarnir ætla að halda uppteknum Verslunarmannahelgarhætti sínum og halda tvenna tónleika í Félagsheimilinu á Flúðum.

Hálfvitar lofa að spila lögin sín eins vel og þeim er unnt og reyna að vera skemmtilegir milli laga.

Veðrið verður örugglega frábært en hljómsveitin neitar að taka ábyrgð á því. Til öryggis verða tónleikarnir innanhúss.

Að þessu sinni urðu laugardagur og sunnudagur fyrir valinu, 2. og 3. ágúst, og hefja Hálfvitar upp raust sína kl. 21, en hefja miðasölu um klukkustund fyrr.

Fyrri greinAndri Björn í Selfoss – Ingvi Rafn í Ægi
Næsta greinBarokkið er dautt