Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar spila á tónleikum í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum á sunnudagskvöld.
Jónas er þekktur fyrir sérstaklega skemmtilega tónleika og segir sögur frá tilurð lagana sem hann svo flytur ásamt hljómsveit sinni með miklum krafti og tilfinningaþrunga. Mál manna er að tónleikar Jónasar og Ritvélanna séu með skemmtilegri popptónlistarviðburðum senni ára.
Platan Allt er eitthvað sló rækilega í gegn á árinu, og hefur hvert lagið á fætur öðru ratað inná vinsældarlista útvarpsstöðvanna.
Hamingjan er hér… á Flúðum um verslunarmannahelgina.
Sunnudagskvöld 31. júlí
Húsið opnar 21:30
Miðaverð 2.000.-