Helgi Valur, Jónas Sig og Valdimar á 800Bar

Það verður væntanlega frábær stemmning á 800Bar á föstudagskvöldið þegar Helgi Valur, Jónas Sig og Valdimar koma fram á tónleikum sem hefjast kl. 22:00.

Jónas og Valdimar munu stíga á stokk saman með kassagítar og básúnu að vopni en þeir hafa verið að stilla saman strengi sína að undanförnu. Helgi Valur mun m.a. spila efni af nýjustu plötunni sinni, Electric Ladyboyland, sem fengið hefur frábæra dóma.

Auk þessara kappa stíga á stokk Guðjón Óskar sem sigraði trúbadorakeppni 800Bars og Sigurður Ingi sem sigraði í uppistandskeppni 800Bars fyrr í mánuðinum.

Eftir tónleikana munu hljómsveitirnar OFL og Bjórbandið sjá um að skemmta gestum fram á nótt.

Fyrri greinVettvangsstjóranámskeið á Selfossi
Næsta greinLýsi eykur starfsemi sína í Þorlákshöfn