Ingó tekur við brekkusöngnum

Vestmannaeyingurinn Ingólfur Þórarinsson frá Selfossi mun taka við af Árna Johnsen og stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár.

Árni mun ekki stýra brekkusöng þjóðhátíðarinnar í fyrsta sinn í tæpa fjóra áratugi, ef undan er skilið eitt ár þegar Róbert Marshall leysti hann af hólmi en Árni byrjaði með brekkusönginn 1977.

Ingó mun taka við keflinu og stýra söngnum í ár en Ingó hefur reglulega komið fram á þjóðhátíð, einn með gítarinn og haldið uppi góðri stemmningu í brekkunni.

Þjóðhátíðin verður góð upphitun fyrir Veðurguðinn en helgina eftir mun hann stýra hinum árlega sléttusöng á Sumar á Selfossi, þriðja árið í röð.

Eyjafréttir greindu frá þessu

Fyrri greinFimm leikmenn framlengdu við Selfoss
Næsta greinSóttu strandaglóp á eyju í Þjórsá