Í fyrra fóru Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar á tónleikaferð þar sem þau héldu átta tónleika á sjö dögum hringinn í kringum landið.
Á meðan á tónleikaferðalaginu stóð gistu hljómsveitarmeðlimir í tjöldum ásamt fjölskyldum sínum svo úr varð hið skemmtilegasta sumarævintýri, enda mikil og góð fjölskyldustemning í þessari hljómsveit alla jafna.
Í ár verður hringferðin lengri og tónleikarnir fleiri, eða samtals ellefu talsins. Hún hefst með útitónleikum í Mosskógi í Mosfellssveit þann 22. júní og svo er förinni heitið á eftirfarandi staði:
Fös 23. júní – Gunnarshólmi í Austur-Landeyjum
Lau 24. júní – Drangey Music Festival
Sun 25. júní – Sunnudagshugvekja á Rosenberg Reykjavík
Mán 26. júní – Víkurkirkja á Vík í Mýrdal
Þriðjud. 27. júní – Bláa kirkjan á Seyðisfirði
Miðvikud. 28. júní – Fjaran á Húsavík
Fim 29. júní – Menningarhúsið Berg á Dalvík
Fös 30. júní – Frystiklefinn á Rifi, Snæfellsnesi
Lau 1. júlí – Lopapeysan á Akranesi
Sun 2. júlí – Sunnudagshugvekja á Rosenberg Reykjavík
Miðasala á tónleikaröðina er hafin á midi.is.