Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar spila á Vetrartónleikaröð Hvítahússins í kvöld, föstudagskvöld.
Jónas er þekktur fyrir sérstaklega skemmtilega tónleika og segir sögur frá tilurð lagana sem hann svo flytur ásamt hljómsveit sinni með miklum krafti og tilfinningaþrunga. Mál manna er að tónleikar Jónasar og Ritvélanna séu með skemmtilegri popptónlistarviðburðum senni ára.
Hljómsveitin Ritvélar Framtíðarinnar er skipuð frábærum tónlistarmönnum þar sem er valinn maður í hverju rúmi, Kristjana Stefánsdóttir, Ómar Guðjónsson, Samúel Jón Samúelsson, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Kristinn Snær Agnarsson, Ingi Björn Ingason, Stefán Örn Gunnlaugsson, Snorri Sigurðarson, Steinar Sigurðarson og Kjartan Hákonarson.
Húsið opnar kl. 22 og hefjast tónleikarnir fljótlega upp úr því.