Jónas og Ritvélarnar með tónleika

Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar fylgja eftir plötunni Allt er eitthvað með tónleikum í Tjarnarbíói í Reykjavík í kvöld, 7. desember.

„Allt er eitthvað“ er önnur sólóplata Jónasar Sigurðssonar og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Á nýju plötunni er meðal annars að finna sumarsmellinn ”Hamingjan er hér” sem lengi var á toppi vinsældalista Rásar 2.

Opnaðu hliðið og stígðu inní víddina, því hamingjan er hér!

Miðasala er hafin hérna. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:30 og mjög veglegur afsláttur á geisladiskum á tónleikunum.

Fyrri greinÞarf meira fjármagn
Næsta greinBíða með áfrýjun, telja þjónustu veitta