Kiriyama Family á þriðja vinsælasta lag ársins

Sunnlenska hljómsveitin Kiriyama Family á þriðja vinsælasta lag ársins 2014 á Rás 2. Árslistinn 2014 var kynntur í gær og er lagið „Apart“ í þriðja sæti.

Sunnlendingar eiga fleiri fulltrúa á listanum en hljómsveitin AmabAdamA er í toppsæti Árslistans með lagið Hossa hossa. Meðal hljómsveitarmeðlima í AmabAdamA eru bræðurnir Ingólfur og Hannes Arasynir frá Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi.

Neðar á listanum má sjá fleiri listamenn með sunnlenska tengingu, svosem Buff, Gretu Mjöll Samúelsdóttur og Skítamóral.

ÁRSLISTINN Á HEIMASÍÐU RÍKISÚTVARPSINS

Hér má heyra og sjá Kiriyama Family flytja lagið Apart:

Hér er Hossa hossa með AmabAdamA:

Rangæingurinn Greta Mjöll með Eftir eitt lag:

Og að lokum Selfyssingarnir í Skítamóral með Þú (ert ein af þeim):

Fyrri greinStúlkan komin af slysadeild
Næsta greinNýtt vegrið truflar ekki sjúkra-flutningamenn