Kiriyama Family hefur ekki komið fram á tónleikum síðan á Airwaves 2017 og ætlar að bæta úr því með tónlistarveislu á Húrra þann 17. maí næstkomandi ásamt GDRN.
Fjölskyldan hefur verið mikið í stúdíóinu síðustu mánuði þar sem stefnt er á að gefa út nýja plötu á árinu 2018.
Á tónleikunum verður frumflutt eitthvað af nýju efni í bland við gamalt. Fjölskyldan heldur svo út til Danmerkur að spila á Heartland Festival og Noregs að spila BergenFest.
Hér fyrir neðan er tengill á sjóðandi heitt sumar-remix af laginu Innocence. Remixið er í höndum Charley Cooks ásamt því að Dana Coppafeel og Vincent Van Great rappa yfir lagið. Dana Coppafeel hefur unnið með listamönnum eins og Action Bronson og fleirum.