Kosning á netstúlkunni hafin

Keppnin um Sumarstúlku ársins 2010 fer fram í Hvítahúsinu á Selfossi á laugardagskvöld.

Tíu gullfallegar stúlkur taka þátt í keppninni og munu þær koma nokkrum sinnum fram á keppniskvöldinu í mismunandi fatnaði.

Netstúlka Sunnlenska verður einnig valin og er það val í höndum lesenda sunnlenska.is. Kosningin er hafin og fer fram hér.

Eftir keppni verður stórdansleikur með hljómsveitinni Oxford og DJ Elíot. Húsið opnar kl. 23 og það kostar litlar þúsund krónur inn.

Fyrir þá sem vilja krækja sér í frímiða þá er málið að fylgjast með á Suðurland FM eða á Facebook.

Fyrri greinHár gufumökkur frá jöklinum
Næsta greinGöngubrýr á hjólum yfir Krossá